MPM verkefnishópur Verkvitundar

MPM verkefnishópur Verkvitundar

Verkvitund

Verkvitund er afurð verkefnahóps í raunhæfu verkefni í MPM námi við Háskólann í Reykjavík vorið 2015. Tilgangur verkefnisins var að búa til kennsluefni í verkefnastjórnun fyrir unglingastig grunnskóla, ásamt stuðningsefni fyrir kennara. Innblásturinn að verkefninu kom frá verkefninu Verkhringur í Háteigsskóla og vonumst við til þess að efni þessarar síðu nýtist unglingum við þá metnaðarfullu vinnu sem á sér stað þar sem og víðar á landinu.

Að baki Verkvitundar er þverfaglegur hópur, meðlimir hans eru: Björgólfur Guðbjörnsson, Fjóla Dögg Sverrisdóttir, Gunnlaugur Eiríksson, Halla Helgadóttir og Karen Emilía Woodrow.

Yfirumsjón með verkefninu er Dr. Helgi Þór Ingason forstöðumaður MPM námsins við Háskólann í Reykjavík.

Teikningar sá Iðunn Gígja Kristjánsdóttir um.

Sérstakar þakkir fá Anna María Jónsdóttir, kennari og Þórður Óskarsson, aðstoðarskólastjóri við Háteigsskóla fyrir stuðninginn.

Verkefnið er styrkt af Þróunarsjóði námsgagna.