Ítarefni
Til að mæta þörfum atvinnulífsins hafa háskólar lagt aukna áherslu á hópvinnu og verkefnavinnu í því námi sem þar er boðið uppá. Þessi breyting hefur orðið til þess að nú er einnig aukin áhersla lögð á verkefna- og hópvinnu hjá enn yngri nemendahópum sem birtist í til að mynda auknum fjölda hópverkefna grunnskólanemenda.
Verkfærin og verkefni sem má finna á þessari heimasíðu auðvelda nemendum að halda utan um verkefni sín, hvort sem það er að skilgreina þau betur, afmarka, ná tökum á tímastjórnun eða skipta verkefninu niður í verkþætti.
Það er undir kennaranum/leiðbeinandanum komið hvernig verkfæri þessi eru notuð en það eru ótal möguleikar hvernig hægt er að nýta þau við kennslu.
Hugmyndavinna:
Hér má sjá gott vídeó sem sýnir vel sex hatta aðferðina:
Hópvinna:
Hér eru nokkrir tenglar á síður sem fjalla um hópefli og leiki fyrir hópa.
http://skemman.is/stream/get/1946/9573/21921/1/Greinargerd-dynamik.pdf
http://fiaet.is/Files/Skra_0041902.pdf
http://www.jubed.com/youth_ministry/search/team-building-teamwork
Ákvarðanataka:
Hugmyndir að verkefnum/umræðuefnum:
1. Hver eru dæmi um einfaldar ákvarðanir? Hvaða spurningar gæti verið gott að spyrja sig til að taka þær ákvarðanir? Gott getur verið að vinna í einum stórum hópi og kennari skrifar uppá töflu eða krakkar vinna þetta saman í litlum hópum og kynna svo spurningar fyrir hinum.
2. Siðfræðilegt verkefni: Við ætlum í bíó að sjá mynd sem alla langar að sjá. Við erum 5 en það eru bara til 3 miðar. Þetta er eina sýningin á myndinni og það er hvorki hægt að downloada myndinni né leigja/kaupa hana annarsstaðar. Hverjir eiga að fá miðana? Af hverju átt þú að fá að fara í bíó en ekki einhver annar? Ræðið þetta í 5 manna hópum og setjið fram vel rökstuddar ástæður fyrir því af hverju þig eigið að fara í bíó. Hóparnir verða að komast að sameiginlegri niðurstöðu.
3. Algeng mistök við ákvarðanatöku:
- “Stökkva út í laugina”
- Átta sig ekki á hinum raunverulega vanda
- Oftrú á eigin dómgreind
- Ofnota þumalputtareglur
- Treysta á að “muna” aðferðafræðina
- Trúa um of á mátt hópsins
- Nýta ekki reynslu
- Gleyma að skrásetja reynslu
Annað efni:
Skipulag:
Skipulagsfærni eftir Hauk Inga Jónasson og Helga Þór Ingason er afar góð og aðgengileg bók um skipulag verkefna.
Vefsíðan Trello er tilvalin til að halda utan um verk verkefnis, ábyrgð, tíma og stöðu.
Hér má sjá kennslumyndband um það hvernig er hægt að gera gantt rit í excel til að skipuleggja tíma á nákvæman hátt:
Skil á verkefni:
Til eru ótal leiðir til að skila inn verkefnum. Til dæmis má skila verkefnum inn á eftirfarandi formum:
- Sem veggspjald
- Í formi tímarits
- Í bókaformi
- Sem myndband
- Sem Powerpoint kynning
- Sem Prezi kynning (Prezi.com)
- Sem spurningaleikur (Kahoot.it)
Til eru hin ýmsu klippiforrit til að klippa til myndbönd. Munið bara að ef verið er að nýta síma til vídeóupptöku að láta símann liggja lárétt (landscape). Hægt er að skila vídeóum inn á youtube, vimeo eða á minnislykli.
Munið svo að prófa alla tækni á kynningarstað áður en kynning fer fram.
Gangi ykkur vel!