Verkfærakistan
Verkfæri
Hér má finna þau verkfæri sem vísað er í í efni vefsíðunnar. Þessi verkfæri má prenta út eitt og eitt eftir þörfum hvers og eins eða setja saman og nota sem verkefnishandbók.
Hugtakalisti
Í þessum lista má finna hugtök úr hugtakalykli IPMA (International Project Management Association). Mikilvægt er að tileinka sér þessi hugtök svo allir tali sama tungumálið og leggi sama skilning í hugtökin þegar kemur að því að stjórna og vinna að verkefnum. Við skiptum hugtökunum upp í þrjá flokka: A. Hugtök um verkefni, B. Hugtök um hegðun og C. Hugtök um hópvinnu.
A. Hugtök um verkefni:
1.01 - Verkefnastjórnun
Verkefnastjórnun felst í því að undirbúa og skipuleggja verkefni, hafa eftirlit með verkefninu og yfirsýn.
1.06 - Skipulag verkefnis
Skipulag verkefnis snýst um það að brjóta verkefnið niður í verk, skipta þeim svo á milli hópmeðlima og áætla tíma fyrir hvern hluta.
1.08 - Úrlausn vandamála
Megnið af verkefnavinnu snýr að úrlausn vandamála. Úrlausnir þessara vandamála geta falið í sér að minnka verkefnið, auka tíma fyrir verkefnið eða dreifa verkþáttum innan verkefnahópsins á annan hátt.
1.10 - Umfang
Umfang verkefnis segir til um allt sem tilheyrir verkefninu. Ef umfang verkefnis er ekki skýrt er hætta á að verkefnið fari úr böndunum og verði of stórt. Þegar umfang verkefnis er skilgreint er líka mikilvægt að skilgreina hvað fellur utan þess.
B. Hugtök um hegðun:
2.07 - Sköpunargáfa
Sköpunargáfa er hæfileikinn til að hugsa og starfa á frumlegan og hugmyndaríkan hátt.
2.14 - Gildismat
Gildismat snýst um að skilja eiginleika og sjónarmið sín og annarra. Allir hópmeðlimir búa yfir eigin gildismati og allir þurfa einnig að vera móttækilegur fyrir gildismati annarra.
C. Hugtök um hópvinnu:
1.07 - Hópvinna
Hópvinna nær yfir stýringu og forystu í teymismyndun. Teymi eru hópar fólks sem vinnur saman og stefnir að sértækum markmiðum.
1.18 - Samskipti
Árangursrík samskipti eru nauðsynleg fyrir árangur verkefna. Samskipti geta tekið á sig margskonar form: munnleg, skrifleg, myndræn, formleg eða óformleg, boðin fram eða umbeðin – og hægt er að notast við fjölmarga miðla, t.d. pappír, tölvupóst, síma, sms eða samfélagsmiðla.
2.06 - Opinská umræða
Opinská umræða veitir hópmeðlimum öryggi til að tjá sig svo að verkefnið njóti góðs af tillögum þeirra, þekkingu, áhyggjum og áliti. Samskipti hópsins grundvallast öll á gagnkvæmri virðingu, trausti og áreiðanleika.
1.08 - Úrlausn vandamála
Mikið af verkefnavinnu snýst um úrlausn vandamála. Líklegt er að vandamálin snúi flest að tíma eða vinnuframlagi hópmeðlima. Lausn vandamálanna geta falið í sér að dregið sé úr umfangi verkefnisins, verktími aukinn eða breytt verkaskipting innan verkefnisins.